Handbolti

Öruggt hjá Ljónunum | Langþráður sigur Nimes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander skoraði fjögur mörk gegn Leipzig.
Alexander skoraði fjögur mörk gegn Leipzig. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen vann öruggan níu marka sigur, 21-30, á Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Ljónin sem eru með 50 stig á toppi deildarinnar. Flensburg er í 2. sæti með 47 stig og Kiel, sem tapaði fyrir Magdeburg fyrr í kvöld, í því þriðja með 46 stig. Bæði lið eiga þó leik til góða á Löwen.

Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað í liði Löwen í kvöld.

Nimes vann sinn fyrsta sigur í frönsku úrvalsdeildinni frá 16. mars þegar liðið lagði Aix örugglega að velli, 37-26, í kvöld.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk fyrir Nimes sem er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig. Snorri Steinn Guðjónsson er enn frá vegna meiðsla hjá Nimes.

Arnór Atlason skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar þegar Saint-Raphael vann eins marks sigur, 29-28, Dunkerque á heimavelli.

Arnór og félagar eru í 2. sæti deildarinnar og þurfa að halda því ætli þeir sér að spila í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×