Handbolti

Öruggt hjá Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Kiel er enn á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Lübbecke á útivelli, 31-24. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel sem var með undirtökin frá upphafi til enda.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel sem er með 48 stig á toppi deildarinnar, tveimur meira en Rhein-Neckar Löwen sem einnig vann sinn leik í kvöld. Löwen á þó leik til góða.

Balingen vann nauman sigur á Bergischer, 25-24, þar sem sigurmarkið kom tíu sekúndum fyrir leikslok. Alexandros Vasilakis skoraði markið dýrmæta fyrir heimamenn.

Arnór Gunnarsson skoraði sex mörk fyrir Bergischer en Björgvin Páll Gústavsson varði ekki skot í leiknum. Bergischer er í þrettánda sæti deildarinnar með 23 stig.

Í B-deildinni skoraði Bjarki Már Elísson eitt mark fyrir Eisenach sem vann Henstedt-Ulzburg, 28-27. Fannar Friðgeirsson skoraði svo fjögur mörk fyrir Grosswallstadt sem gerði jafntefli við Neuhausen, 29-29.

Eisenach er í fjórða sæti deildarinnar með 38 stig en Grosswallstadt í því sjötta með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×