Enski boltinn

Öruggt hjá Chelsea | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Terry kemur Chelsea yfir.
Terry kemur Chelsea yfir. vísir/getty
Chelsea vann öruggan sigur á West Ham með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum, var mun meira með boltann og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk.

John Terry kom Chelsea svo yfir á 31. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Cesc Fabregas og skalla Diego Costa.

Þetta var annað mark Terrys í síðustu tveimur leikjum, en hann skoraði einnig fyrra mark Chelsea í 2-0 sigri á Stoke á mánudaginn.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en á 62. mínútu tvöfaldaði Diego Costa forystu Chelsea með góðu skoti eftir skyndisókn. Þetta var 13. mark Spánverjans í 16 deildarleikjum í vetur.

Chelsea hélt áfram að skapa sér færi sem ekki nýttust, en liðið var mun nær því að bæta við mörkum en West Ham að minnka muninn. Morgan Amalfitano átti þó skot í stöng Chelsea-marksins á 87. mínútu.

Eftir sigurinn er Chelsea með sex stiga forskot á Manchester City á toppi úrvalsdeildarinnar, en City getur minnkað forskotið aftur niður í þrjú stig með sigri á West Brom á eftir.

West Ham er í fjórða sæti með 31 stig.

Chelsea 1-0 West Ham Chelsea 2-0 West Ham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×