Fótbolti

Öruggt hjá Arnóri og félögum | Bröndby komið áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi fagnar með Thomas Schrammel sem skoraði annað mark Rapid Vín í kvöld.
Arnór Ingvi fagnar með Thomas Schrammel sem skoraði annað mark Rapid Vín í kvöld. vísir/afp
Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í austurríska liðinu Rapid Vín eru komnir áfram í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur á Zhodino frá Búlgaríu í kvöld.

Fyrri leiknum í Búlgaríu lyktaði með markalausu en í leiknum í kvöld voru Austurríkismennirnir mun sterkari aðilinn. Þeir áttu t.a.m. alls 27 skot gegn aðeins fjórum hjá gestunum.

Mario Pavelic, Thomas Schrammel og Louis Schaub skoruðu mörk Rapid Vín í leiknum í kvöld.

Arnór Ingvi var í byrjunarliði austurríska liðsins en fór af velli eftir 68 mínútna leik.

Þá komst danska liðið Bröndby einnig áfram eftir 3-1 sigur á Herthu Berlin á heimavelli. Þýska liðið vann fyrri leikinn 1-0 en Bröndby hafði betur í einvíginu, 3-2 samanlagt.

Finnski framherjinn Teemu Pukki var hetja Bröndby en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins í leiknum í kvöld.

Hjörtur Hermannsson sat allan tímann á varamannabekk Bröndby.


Tengdar fréttir

West Ham vann fyrsta leikinn á Ólympíuleikvanginum

West Ham vann fyrsta keppnisleik sinn á Ólympíuleikvanginum í London, nýjum heimavelli sínum, þegar slóvenska liðið Domzale kom í heimsókn í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×