Lífið

Örmyndir á símana

Freyr Bjarnason skrifar
Halldóra og Harpa Fönn eru umsjónarmenn örmyndahátíðar sem er haldin í annað sinn í ár.
Halldóra og Harpa Fönn eru umsjónarmenn örmyndahátíðar sem er haldin í annað sinn í ár.
Almenningur er hvattur til að taka þátt í örmyndahátíð sem stendur yfir á netinu þangað til um miðjan desember.

Um er að ræða myndbönd sem eru fimm mínútna löng eða styttri.

Halldóra Baldursdóttir og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir eru umsjónarmenn keppninnar. „Það eru allir að taka upp örmyndir á símana sína í dag. Tæknin er orðin þannig að það geta í raun allir tekið upp sínar hugmyndir,“ segir Halldóra en hægt er fylgjast með henni á Facebook-síðu keppninnar og á vefsíðu RÚV.

Hátíðin var í fyrsta sinn haldin í fyrra og þá bar Heimir Gestsson sigur úr býtum fyrir myndina Kjöt. „Í fyrra voru send 72 myndbönd í heildina og ég held að það sé verið að slá það met núna,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×