ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 23:53

Hundrađ kílóa gullpeningi rćnt

FRÉTTIR

Örlög Manor ráđast á nćstu átta dögum

 
Formúla 1
17:30 12. JANÚAR 2017
Esteban Ocon í Manor bílnum í Abú Dabí, sem er mögulega síđasti kappakstur Manor liđsins.
Esteban Ocon í Manor bílnum í Abú Dabí, sem er mögulega síđasti kappakstur Manor liđsins. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins.

Samkvæmt heimildum Motorsport.com hefur skiptastjóri frest til 20. janúar ef liðið á að eiga von á að vera með í Ástralíu. Ástralíukappaksturinn verður fyrsta keppni tímabilsins og fer fram 26. mars.

Talið er að nýr bíll liðsins sé reiðubúin til samsetningar í höfuðstöðvum liðsins í Banbury. Skiptastjórinn hefur hins vegar stöðvað öll útgjöld á meðan lausnar er leitað. Hugsanlegt er því ennþá að Manor takist að vera með.

Manor liðið þekkir því miður vel til fjárhagsvandræða. Áður hét liðið Marussia og þá þurfti liðið aðm draga sig úr keppni þegar þrjár keppnir voru eftir af tímabilinu árið 2014. Liðið snéri þó aftur árið 2015, þó með árs gamla vél og var um einskonar millibilsástand að ræða.

Mercedes skaffaði Manor liðinu vélar fyrir tímabilið 2016 og var það mikið framfaraskref fyrir Manor. Allt útlit var fyrir að Manor myndi enda í 10. sæti í keppni bílasmiða eftir að liðið náði í stig í Austurríki. Allt kom þó fyrir ekki og Sauber liðið stal 10. sætinu, þegar Felipe Nasr kom níundi í mark í Brasilíu. Níunda sæti Nasr tryggði Sauber tvö stig og þar með 10. sætið.

Eigandi Manor, Stephen Fitzpatrick hefur viðurkennt að örlög liðsins hafi nánast ráðst algjörlega á því að tapa því verðlaunafé sem í boði var fyrir 10. sætið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Örlög Manor ráđast á nćstu átta dögum
Fara efst