Viðskipti innlent

Orkuveitan hagnaðist um 3,1 milljarð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Rekstrartekjur OR námu 28,8 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins.
Rekstrartekjur OR námu 28,8 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins. Vísir/róbert
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 3,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins.

Rekstrartekjur námu 28,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hækkuðu milli ára. EBITDA nam 18,2 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður EBIT nam 11 milljörðum króna.

Aðgerðaáætlunin, sem hleypt var af stokkunum snemma árs 2011, Planið, hafði í lok september 2015 skilað OR 53,2 milljörðum króna í bættri sjóðstöðu. Það er 7,3 milljörðum króna umfram markmið tímabilsins en heildarávinningi Plansins, 51,3 milljörðum króna, var þegar náð á miðju þessu ári.

Stærstu fyrirtækin innan OR-samstæðunnar eru Veitur ohf., sem sjá um allan sérleyfisrekstur (það er hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu) Orka náttúrunnar ohf., sem framleiðir rafmagn og heitt vatn í virkjunum fyrirtækisins, og Gagnaveita Reykjavíkur, sem byggir upp og rekur Ljósleiðarann, háhraða net fyrir gagnaflutninga. Móðurfélagið rekur meðal annars þjónustuver fyrir öll dótturfyrirtækin og heldur utan um fjármál þeirra.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×