Viðskipti innlent

Orkuveitan býst við að hagnast um 90 milljarða fram til 2021

ingvar haraldsson skrifar
Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur Vísir/róbert
Orkuveita Reykjavíkur býst við að hagnaður félagsins verði samtals um 90 milljarðar króna á árunum 2015-2021. Þetta kemur fram í nýbirtri afkomuspá Orkuveitunnar sem samþykkt hefur verið af stjórn hennar.

Orkuveitan býst við að rekstrartekjur hækki um 14,1 milljarð frá 2016 til 2021 eða um 34 prósent.

Búist er við að tekjur af raforkusölu á almennum markaði muni hækka um 3,9 milljarða eða 33,2 prósent og heitavatnssmásala muni aukast um 3,3 milljarðar eða 30 prósent. Þá muni tekjur af heildsölu hækkar um 1,9 milljarða.

Aðhaldsaðgerðir í rekstri OR, Planið, sem gripið var til vorið 2011, höfðu um mitt ár 2015 þegar skilað betri sjóðstöðu en áformað var að ná í árslok 2016. Áframhaldandi aðhald í rekstri á sama tíma og tekjur vaxa skila góðri afkomu, minnkandi skuldum og traustari fjárhag.

Á árinu 2016 mun uppbyggingu nýrra fráveitna á Vesturlandi ljúka. Á árunum eftir það taka við hefðbundnari endurnýjunar- og nýfjárfestingar í veitukerfum.

Hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi OR, eru helstu fjárfestingar tengdar Hellisheiðarvirkjun. „Þar er unnið að því að viðhalda gufuöflun til rekstursins með tengingu við háhitasvæðið við Hverahlíð og með viðhaldsborunum. Jafnframt tengjast fjárfestingar ON umhverfisverkefnum á borð við að draga úr útblæstri brennisteinsvetnis og frágangi eftir framkvæmdaskeið síðasta áratugar,“ segir í tilkynningu frá OR.


Tengdar fréttir

OR veit ekki hverju einkavæðing skilaði

Hvorki forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur né dótturfélagsins Veitna treysta sér til að meta hvort einkavæðing á hluta starfsemi OR árið 2001 hafi verið góð hugmynd. OR hefur keypt mælana aftur.

OR hefur sjálf niðurrif Elliðavatnshúsa

Sumarhús á landi Orkuveitunnar við Elliðavatn munu þurfa að víkja í samræmi við leigusamninga sem gerðir voru 2004 og runnu út í árslok 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×