Innlent

Orkuvandi hjá Hvergerðingum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Hveragerði.
Í Hveragerði. Fréttablaðið/Valli
Rekstur hitaveitu Hveragerðis var erfiður í vetur því gufuholur sem nýttar hafa verið undanfarin ár hafa ekki verið eins áreiðanlegar og áður. Þetta kemur fram í bréfi Veitna ohf. til bæjaryfirvalda.

„Veitur hafa leitað til sérfræðinga innan og utan OR samstæðunnar til lausnar vandans. Ljóst er að hitastig og þar með þrýstingur í holunum sem hafa verið í sjálfrennsli er komið niður fyrir þau mörk að ásættanlegt teljist til öruggs reksturs,“ segja Veitur sem hafa ekki öruggar skýringar á breytingunni. Ráðast þurfi í fjárfestingar til að tryggja Hvergerðingum næga orku. Það gæti verið að breyta núverandi holum, tengja virkar holur í nágrenninu eða ráðast í boranir. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×