Viðskipti innlent

Orkusalan semur við GOmobile

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hálfdan Steinþórsson, framkvæmdastjóri GOmobile og Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóra Orkusölunnar innsigla samkomulagið.
Hálfdan Steinþórsson, framkvæmdastjóri GOmobile og Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóra Orkusölunnar innsigla samkomulagið. aðsend mynd
Orkusalan hefur gert samning við fyrirtækið GOmobile sem sérhæfir sig í rafrænum inneignarkerfum. Samstarfið felur það í sér að Orkusalan endurgreiðir nú hluta af vöruverði sínu og þjónustu til viðskiptavina GOmobile, en fyrirtæki á um 300 stöðum um allt land veita GOmobile inneignir. Í tilkynningu segir að þjónustan kosti ekki neitt og getai notendur allra símafyrirtækja landsins nýtt sér hana.

„Við ákváðum að vera með og gera viðskiptavinum okkar það auðveldara að borga fyrir rafmagnið sem þarf með til þess að reka til dæmis heimili eða fyrirtæki. Það er gaman að sjá hversu hratt GOmobile hefur vaxið en á innan við ári hafa 21.000 manns halað niður appinu og skráð sig. Við eigum því von á að viðskiptavinir Orkusölunnar eigi eftir að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar.

Í tilkynningunni kemur fram að öll raforka Orkusölunnar er byggð á endurnýjanlegri og umhverfisvænni orku en fyrirtækið á fimm vatnsaflsvirkjanir sem sjá því fyrir um 30% af árlegri orkuþörf þess. Orkusalan hefur það markmið að vera leiðandi í sölu raforku og þjónustu við raforkukaupendur. „Samstarfið við GOmobile er því kærkomin viðbót við þá þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar,“ segir Magnús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×