FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 23:30

David Bowie sigurvegari Brit-verđlaunahátíđarinnar

LÍFIĐ

Origi enn lengur frá

 
Enski boltinn
14:30 12. JANÚAR 2016
Divock Origi spilar ekki nćstu vikurnar.
Divock Origi spilar ekki nćstu vikurnar. VÍSIR/GETTY

Meiðslavandræði Liverpool aukast enn en framherjinn Divock Origi verður frá næsta mánuðinn eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.

Origi hefur ekkert getað spilað síðan um jólin en þá meiddist hann aftan í læri, er Liverpool vann 1-0 sigur á Leicester.

Upphaflega var stefnt að því að hann myndi vera klár í þessari viku en Liverpool mætir Arsenal á morgun og svo Manchester United um helgina.

Mikil meiðslavandræði eru í herbúðum Liverpool þessa stundina en framherjarnir Danny Ings og Daniel Sturridge eru báðir frá. Ings spilar ekki meira á tímabilinu og Sturridge nær ekki leiknum gegn Arsenal á morgun, að minnsta kosti.

Þetta þýðir að Christian Benteke er eini hreinræktaði framherji Liverpool sem er leikfær fyrir morgundaginn en Jürgen Klopp, stjóri liðsins, gæti einnig notað Roberto Firmino í fremstu víglínu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Origi enn lengur frá
Fara efst