Viðskipti innlent

Ora setur nýtt majónes á markað

Sæunn Gísladóttir skrifar
Majónes frá Ora kemur í verslanir á næstu dögum.
Majónes frá Ora kemur í verslanir á næstu dögum. Vísir/Ora
Matvælaframleiðslufyrirtækið Ora hefur nú sett á markað majónes. Þetta er í fyrsta skiptið í rúmlega 60 ára sögu Ora sem fyrirtækið framleiðir sitt eigið majónes, segir í tilkynningu.

Majónesið hefur verið í þróun hjá Ora í um það bil eitt ár. Keypt voru sérhæfð tæki til framleiðslunnar og var starfsfólk Ora þjálfað sérstaklega vegna þessa.

Ora majónesið hentar vel í matargerð. Hægt er að nota majónesið í salöt, sósur, brauðtertur, ofnrétti og allt það sem hugurinn girnist. Majónesið frá Ora hentar líka mjög vel sem viðbit með brauði.

Majónes frá Ora kemur í verslanir á næstu dögum. Fyrst um sinn verður majónesið fáanlegt í 250 millilítra umbúðum og 500 millilítra umbúðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×