Innlent

Opni braut eða bæti þjónustuna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. vísir/vilhelm
„Verði ekki úr þessu bætt án tafar er eðlilegt að stjórnvöld bregðist við með því að byggja upp heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni með þeim hætti að neyðarþjónusta verði aðgengileg á fleiri en einum stað,“ segir bæjarráð Fljótsdalshéraðs varðandi lokun NA/SV-brautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

Bæjarráð segist krefjast þess að þriðja flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð án tafar. „Mikilvægt er að brautin sé starfhæf þangað til önnur ásættanleg lausn er fundin varðandi sjúkraflug. Miðað við þær áherslur í þróun heilbrigðisþjónustu sem unnið er samkvæmt, má ljóst vera að aðgengi að Landspítala – Háskólasjúkrahúsi þarf að vera eins gott og mögulegt er fyrir alla landsmenn og á það ekki síst við um neyðarþjónustu.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×