Innlent

Opnar umræðu með ómandi kontrabassa

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hugmynd Guðmundar er meðal annars sú að leggi gestir eyrað við verkið heyrist í því tónlist Rúnars Júlíussonar, sem hefur löngum verið talinn einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar.
Hugmynd Guðmundar er meðal annars sú að leggi gestir eyrað við verkið heyrist í því tónlist Rúnars Júlíussonar, sem hefur löngum verið talinn einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Mynd/GRL
„Mér fannst tímabært að koma þessu á einhvern umræðugrundvöll í samfélaginu að það væri nú reistur minnisvarði um þennan besta son bæjarins,“ segir listamaðurinn Guðmundur Lúðvíksson sem setti nýverið fram hugmynd að minnisvarða í Reykjanesbæ fyrir tónlistarmanninn ástsæla Rúnar Júlíusson.

Hugmynd Guðmundar er eingöngu ætlað að hleypa lífi í umræðuna um minnisvarða fyrir söngvarann. Samfélagið þurfi að ákveða hvort það vilji almennt heiðra fólk sem hefur skarað fram úr. Rúnar lést seint á árinu 2008.

„Þá þarf að finna einhvern farveg fyrir framkvæmdina. Á að hafa samkeppni eða leita til einhverra ákveðinna listamanna?“ spyr Guðmundur. „Eða á að opna möguleika fyrir alla að senda hugmyndir inn?“ Skúlptúrinn sem hann hefur hannað er hans innlegg í þessa umræðu.

„Ég vildi bara setja fram mína hugmynd, það má hver sem er smíða skúlptúrinn.“

Hugmynd Guðmundar er ætlað að koma af stað umræðu um minnisvarða fyrir tónlistarmanninn.Mynd/GRL
Guðmundi þykir mikilvægt að bærinn, eða aðilar hvaðanæva að á landinu, stígi upp og heiðri Rúnar, sem oft var kallaður Rúni Júl.

„Þarna er einstaklingur sem gaf þessu samfélagi gríðarlega mikið og var fyrirmynd margra, bæði hér og annars staðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×