Lífið

Opnar franskt apótek á Íslandi

Adda Soffía skrifar
Julie er í fæðingarorlofi eins og er og nýtir það til að skipuleggja framtíðina
Julie er í fæðingarorlofi eins og er og nýtir það til að skipuleggja framtíðina Vísir/GVA
„Þetta hefur lengi verið draumur hjá mér og ég hugsaði að núna yrði ég að koma þessu af stað, sama hvað það kostaði,“ segir Julie Coadou.

Hún vinnur nú að því að opna franskt apótek hér á landi og hefur nú þegar flutt inn eina vöru. „Þetta er vara sem Frakkar hafa notað á barnarassa í næstum hundrað ár þegar skipt er á börnunum. Hún er án allra aukaefna og inniheldur ólífuolíu,“ segir hún og bætir við: „Ég vann lengi á leikskóla, svo ég er vön barnarössum og þekki vel hvað er best fyrir þá.“

Þeir sem þekkja frönsk apótek vita að í þeim er hægt að fá klassískar franskar gæðasnyrtivörur, flest gömul og virt merki sem fást hvergi annars staðar í heiminum og eru þau gríðarlega vinsæl hjá ferðamönnum. „Ég er bara að byrja smátt, en hugmyndin er að vera einnig með förðunarvörur, krem, sápur og ilmi. Þetta hins vegar snýst allt um fjármagn, en ég ætla bara að byrja smátt,“ segir Julie.

Hún ætlar að kynna vöruna á barnamarkaðnum sem haldinn verður í Kópavogi í byrjun maí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×