Viðskipti innlent

Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins

Haraldur Guðmundsson skrifar
Skandinavíska keðjan rekur meðal annars First Hotel Mayfair í Kaupmannahöfn.
Skandinavíska keðjan rekur meðal annars First Hotel Mayfair í Kaupmannahöfn.
Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Er þar rifjað upp að húsnæðið er í eigu Fast-3, fagfjárfestasjóðs í stýringu Íslandssjóða og að First Hotels hafi tekið það á leigu. Skandinavíska fyrirtækið eigi um 60 hótel í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

„Við höfum hug á að vera með á bilinu 400 til 500 hótelherbergi á Íslandi. Við erum aðallega að skoða höfuðborgarsvæðið en ég gæti líka alveg hugsað mér að reka hótel í Keflavík og jafnvel á Akureyri þegar fram líða stundir,“ segir Stephen MeinichBache, forstjóri First Hotels í samtali við Viðskiptablaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×