Innlent

Opnað fyrir umferð að Sólheimajökli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sólheimajökull
Sólheimajökull Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurlandi hefur aftur opnað veginn upp að Sólheimajökli og heimilað gönguferðir á jökulinn. Veginum var lokað á föstudaginn vegna þeirrarjarðskjálftahrinu sem átt hefur sér stað í Mýrdalsjökli og þeirrar óvissu sem var ríkjandi vegna þess.

Sólheimajökull skríður niður úr Mýrdalsjökli suðvestanverðum og er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Í samtali við Vísi á föstudaginn sagði Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, að lokunin hefði fyrst og fremst verið varúðarráðstöfun.

Nánari tilkynning varðandi stöðu mála í Mýrdalsjökli verður send út síðar í dag en Vísindaráð Almanna­varna hefur setið að fundi um málið í dag.


Tengdar fréttir

Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli

Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli.

Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu

Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×