Lífið

Opna sýningarrými í Núllinu

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Ragnar Helgi Ólafsson verður fyrstur til að sýna í Bankastræti núll.
Ragnar Helgi Ólafsson verður fyrstur til að sýna í Bankastræti núll. Vísir
Nýlistasafnið hefur tekið yfir salernin í Bankastræti núll og breytt þessu gamla salerni í sýningarrými.

„Þetta hefur verið ónotað í þó nokkurn tíma. Þetta er óvenjulegt rými og ég vona að þetta verði ánægjulegt fyrir gesti að sjá það í nýju ljósi,“ segir Þorgerður Ólafsdóttir, formaður Nýlistasafnsins.

Salernin í Bankastræti núll hafa verið friðuð þannig að engu hefur verið breytt. „Það er mikil virðing borin fyrir innréttingunni, svo einu breytingarnar eru að öll salerni voru fjarlægð, nema eitt sem verður notað sem slíkt. Karlasalernið var gert upp fyrir nokkrum áratugum, en kvennasalernið er í upprunalegri mynd.“



Gert er ráð fyrir að hafa sýningarrýmið opið í vor, sumar og í haust. Fyrstur til að sýna í rýminu er listamaðurinn Ragnar Helgi Ólafsson, sem sýnir myndbandsinnsetninguna The apparent impossibility of zero.

Sýningin verður opnuð klukkan 18.30 og er gengið inn kvennasalernismegin þar sem aðgangur að karlasalerninu er lokaður af öryggisástæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×