Lífið

Opna í skosku blaði til stuðnings íslenska landsliðsins

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Skotar vilja ekkert með Englendinga hafa lengur... eins og sést á þessari opnu frá því fyrir leik.
Skotar vilja ekkert með Englendinga hafa lengur... eins og sést á þessari opnu frá því fyrir leik. Vísir
Þegar Gummi Ben segir okkur að það sé mikill stuðningur við íslenska landsliðið í erlendum fjölmiðlum þá er hann ekkert að grínast. Fyrir leik í gær snéru Skotar hreinlega baki við nágrönnum sínum í Englandi. Það varð öllum ljóst þegar skoska dagblaðið The National birti heila opnu þar sem skotar voru hvattir til þess að styðja frekar íslenska landsliðið en það enska.

„Áfram Ísland! Styðjum nágranna okkar í norðri!,“ var það eina sem stóð en íslenski fáninn prýddi alla opnuna.

Skotar styðja Ísland á EM.Vísir/National
Skotar vilja sjálfstæði

Á heimasíðu blaðsins var skrifað sérstaklega fallega um strákana okkar í dag undir fyrirsögninni; „Roy Hodgson kýs að hverfa frá en Ísland sendir England heim úr Evrópu.“

Skotar hafa verið mjög ósáttir við það að Bretland hafi kosið sig úr Evrópusambandinu fyrir helgi. Árið 2014 kusu Skotar um það hvort þeir ættu að slíta sig frá Bretlandi en því var hafnað með 55% á móti 45%. Nú er talað um að Skotar vilji kjósa aftur þar sem þeir vilji halda áfram í Evrópusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×