Innlent

Opið í Bláfjöllum í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brekkurnar í Bláfjöllum.
Brekkurnar í Bláfjöllum. Vísir/Daníel
Opið verður frá kl. 14-21 í Bláfjöllum í dag en núna er fínasta veður í fjallinu.

Í frétt á vef skíðasvæðisins í Bláfjöllum kemur fram að færið sé frábært og þar sé troðinn púðursnjór.

Utanbrauta skíðaðar eru minntir á að það sé þunnt snjólagið utan troðinna leiða. Kóngsgilið sjálft sé ekki troðið.

Göngubraut verður lögð um þrjá kílómetra en rútan fer í fjallið samkvæmt áætlun.

Veitingasala og skíða og brettaleiga verður á staðnum en miðasala er í Bláfjallaskála og einnig í N1 í Ártúnsbrekku og N1 Hafnafirði.Vetrakortasala fer fram í Bláfjallaskála og í Hinu húsinu niðri miðbæ.

Hér má fylgjast með beinni útsendingu frá Bláfjöllum úr vefmyndavél og sjá aðstæður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×