Innlent

Opið handleggsbrot erlends göngumanns

Gissur Sigurðsson skrifar
Björgunarsveitarmenn á ferð.
Björgunarsveitarmenn á ferð. visir/vilhelm
Erlendi göngumaðurinn, sem fannst rænulítill í Hesteyrarfirði á Vestfjörðum í gær, hlaut meðal annars opið handleggsbrot og töluverða áverka á höfði. Maðurinn er belgískur ferðamaður og er búinn að ná fullri meðvitund að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi.

Það var fólk í gönguhópi sem fann manninn rænulítinn og virtist sem hann hefði hrapað niður snarbratta hlíð þar fyrir ofan, en þar eru enn snjófannir. Þegar var kallað eftir þyrlu Gæslunnar og björgunarsveitarmenn komu á bátum á vettvang og hlúðu að manninum uns þyrlan kom.

Björgunarsveitarfólk þurfti að flytja manninn nokkurn spöl, en þyrlan gat ekki lent á þeim stað sem maðurinn fannst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×