Skoðun

Opið bréf til forsætisráðherra

Björgvin Guðmundsson skrifar
Virðulegi forsætisráðherra, frú Katrín Jakobsdóttir!



Hér með skora ég á þig að beita þér fyrir því, að lífeyrir þeirra aldraðra og öryrkja, sem hafa lægstan lífeyri, verði strax hækkaður, þar eð hann nægir ekki til framfærslu. Hér er um að ræða þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Um tiltölulega lítinn hóp er að ræða og því ætti að vera auðvelt að leiðrétta umræddan lífeyri. Aldraðir, sem eru í hjónabandi eða í sambúð, hafa 204.914 kr. á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum. Og þeir, sem eru einhleypir, hafa 243 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Í báðum tilvikum er miðað við þá sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Staða öryrkja, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum er svipuð og staða aldraðra en þó örlítið lakari.

Dæmi eru um það, að aldraðir, sem eingöngu hafa tekjur frá Tryggingastofnun hafi samband við Félag eldri borgara í Reykjavík í lok mánaðar og láti vita, að þeir hafi ekki fyrir öllum útgjöldum, jafnvel ekki fyrir mat. Algengt er, að lyf eða læknishjálp mæti afgangi. Ég tel þetta óásættanlegt og skora á þig að bregðast strax við.

 

Höfundur er viðskiptafræðingur og fv. formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×