Skoðun

Opið bréf til formanns landssambands eldri borgara (LEB)

Inga Sæland skrifar
Ágæti formaður landssambands eldri borgara Haukur Ingibergsson.

Stjórn Flokks Fólksins skorar hér með á stjórn (LEB) að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna og höfða mál gegn ríkinu, er varðar meint lögbrot Tryggingarstofnunar ríkisins. (TR) á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 með síðari breytingum.

Ef LEB ætlar ekkert að aðhafast gagnvart þessu meinta lögbroti TR,  óskar Flokkur Fólksins eftir yfirlýsingu formanns LEB þess efnis innan 10 daga frá birtingu þessa bréfs.

Flokkur Fólksins mun í kjölfarið höfða mál á hendur ríkinu fyrir hönd eldri borgara og fá úr því skorið fyrir óvilhöllum dómstólum hver raunverulegur réttur þeirra er.

Með breytingum á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 féll niður ákvæði sem heimilaði Tryggingarstofnun ríkisins (hér eftir TR) að skerða lífeyri eldri borgara vegna  greiðslna sem þeir fengju úr lífeyrissjóði.

Í stað þess að taka mark á gildandi lögum nr. 100/2007 með síðari breytingum, greiddi TR ekki 5 milljarða króna af lögboðuðum greiðslum sínum til eldri borgara fyrir mánuðina janúar og febrúar 2017.

Undirrituð telur, að með þessari háttsemi sinni hafi TR gert ríkið skaðabótaskylt gagnvart eldri borgurum sem urðu sannanlega af þessum greiðslum.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×