Skoðun

Opið bréf til fjármálaráðherra

Guðrún Einarsdóttir skrifar
„Það er til skammar að slík árás skuli gerð á okkar kynslóð sem ól ykkur upp!“

Ég hef lengið verið að hugsa um að skrifa yður með eftirfarandi fyrirspurn vegna öryrkja, ellilífeyrisþega og þeirra sem eru í dag með ca 200.000 með skatti, þ.e. lægst launuðu Íslendinga á Íslandi í dag.

1. Af hverju lækkuðuð þér skatta hjá öllum landsmönnum en ekki hjá þeim með lægstu launin?

2. Hvenær á að leiðrétta skerðingu (bóta) launa frá TR samkvæmt reglugerð 1052/2009 þar sem mánaðartekjur eru ca 200.000 með skatti og ekki þar yfir?

3. Áramótin 2012/2013 var almenn launahækkun 3,9%. Hjá mér var hækkun 3,9% hjá TR en umönnunarbætur teknar í burtu. (Var öryrki 1987 en ellilífeyrisþegi frá 67 ára aldri, er tæplega 82 ára í dag.)

4. Áramótin 2013/2014 var almenn launahækkun 2,8% hjá öllum launþegum landsins, og greiðslur frá TR en uppbót lyfjakostnaðar var lækkuð frá kr. 10.055 í kr. 1.820.

Ég, Guðrún Einarsdóttir, spyr yður, hvað eruð þér að hugsa? Eða vitið þér ekkert um þetta? Það er til skammar að slík árás skuli gerð á okkar kynslóð sem ól ykkur upp! Hvernig er hægt að ætlast til að við höldum lífi?




Skoðun

Sjá meira


×