Erlent

Önnur tilraun til að fara yfir Kyrrahafið á sólarorkuflugvél

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vænghaf vélarinnar er stærra en á breiðþotu en hún er aðeins á þyngd við stóran bíl.
Vænghaf vélarinnar er stærra en á breiðþotu en hún er aðeins á þyngd við stóran bíl. VÍSIR/AFP
Önnur tilraun til að fljúga sólarorkuknúinni flugvél yfir Kyrrahafið er nú hafin. Flugvélin lagði af stað frá Nagoya flugvellinum í Japan um klukkan sex í gær og á að lenda samkvæmt áætlun eftir um fimm sólarhringa í Havaí.

Flugmaðurinn ætlar að reyna að vaka stærstan hluta ferðalagsins; aðeins að taka sér stutta lúra. Reynt var að fljúga vélinni til Havaí í lok síðasta mánaðar en hún þurfti að lenda eftir að breytingar urðu á veðurspánni.

Teymið að baki fluginu hefur beðið í tæpa tvo mánuði eftir ásættanlegri veðurspá, sem er ein af forsendum þess að flugið heppnist. Rafhlöður flugvélarinnar þurfa að vera fullhlaðnar við sólsetur svo að hægt sé að fljúga henni í gegnum nóttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×