MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 15:00

Stefna í ranga átt

SKOĐANIR

Önnur ţrenna í röđ hjá Westbrook

 
Körfubolti
09:00 18. JANÚAR 2016
Westbrook í leiknum í nótt.
Westbrook í leiknum í nótt. VÍSIR/GETTY

Russell Westbrook gerði sér lítið fyrir og var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð er lið hans, Oklahoma City, vann Miami, 99-74, á sunnudag.

Westbrook var með þrettán stig, fimmtán stoðsendingar og tíu fráköst í leiknum en þetta var fimmta þrennan hans á tímabilinu og 24. slíka á ferlinum.

Kevin Durant var með 24 stig og tíu fráköst og Serge Ibaka bætti við nítján stigum fyrir Oklahoma City. Dwayne Wade var með 22 stig fyrir Miami en hann hélt upp á 34 ára afmæli sitt í gær.

San Antonio vann enn einn leikinn á heimavelli, í þetta sinn gegn Dallas, 112-83. LaMarcus Aldridge skoraði 23 stig og er San Antonio enn ósigrað á heimavelli í alls 24 leikjum. Alls hefur liðið unnið 33 leiki í röð í AT&T-höllinni.

Úrslit næturinnar:
Minnesota - Phoenix 117-87
Oklahoma City - Miami 99-74
San Antonio - DAllas 112-83
Denver - Indiana 129-126
LA Lakers - Houston 95-112


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Önnur ţrenna í röđ hjá Westbrook
Fara efst