Erlent

Önnur skotárás í Kristjaníu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ekki er talið að manninn hafi sakað alvarlega, en hann var skotinn í fótinn. Árásarmannsins er leitað.
Ekki er talið að manninn hafi sakað alvarlega, en hann var skotinn í fótinn. Árásarmannsins er leitað. vísir/epa
Tuttugu og fimm ára karlmaður var skotinn í fótlegginn í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í nótt. Um er að ræða aðra skotárásina í fríríkinu á nokkrum vikum en talið er að þær tengist átökum gengja í borginni.

Mikill viðbúnaður var umhverfis Kristjaníu í nótt eftir að tilkynnt var um skothvelli og var svæðið meira og minna allt girt af um tíma. Árásarmaðurinn er þó enn ófundinn.

Skotárásir hafa verið tíðar í borginni undanfarna mánuði. Síðastliðinn laugardag særðist einn eftir að hafa verið skotinn, en það sem af er þessum mánuði hafa tveir verið skotnir til bana. Þrítugur karlmaður lést 7. október í skotárás, og þá var tuttugu og eins árs karlmaður skotinn til bana 2. október síðastliðinn.

Lögregla veit ekki hvort árásirnar tengist, en heldur þó að í einhverjum tilfellum sé um að ræða átök glæpagengja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×