Erlent

Önnur skotárás í bandarískum háskóla

atli ísleifsson skrifar
Talsmaður lögreglu segir að átök milli tveggja gengja í skólanum hafi leitt til árásarinnar.
Talsmaður lögreglu segir að átök milli tveggja gengja í skólanum hafi leitt til árásarinnar. Vísir/Getty
Einn maður lést og þrír særðust í skotárás á bílstæði nærri heimavist í Northern Arizona háskólanum í Flagstaff í morgun.

ABC hefur eftir talsmanni háskólans að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn, en að nemendur hafi verið hvattir til að halda sig innandyra.

Talsmaður lögreglu segir að átök milli tveggja gengja í skólanum hafi leitt til árásarinnar.

Rúm vika er síðan 26 ára maður skaut fjölda fólks til bana í Umpqua háskólanum í Oregon-ríki.


Tengdar fréttir

Þóttist vera látin og lifði af

"Ungur maður lét lífið á sorglegum og hræðilegum degi og blóð hans bjargaði lífi dóttur minnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×