Erlent

Önnur ríki fái ekki sömu heimildir

Guðsteinn Bjarnason skrifar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hittir leiðtoga hinna ESB-ríkjanna á fimmtudag.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hittir leiðtoga hinna ESB-ríkjanna á fimmtudag. EPA
Austur-evrópsk aðildarríki Evrópusambandsins vilja tryggja að fyrirhugaður sérsamningur Evrópusambandsins við Bretland verði ekki að fordæmi sem önnur aðildarríki geti farið eftir.

Mestu munar þar um heimild Breta til að neita íbúum annarra aðildarríkja tímabundið um atvinnutengdar bætur úr ríkissjóði.

Breska dagblaðið The Guardian hefur þetta eftir heimildarmönnum, sem sagðir eru þekkja vel til samningaviðræðna milli Evrópusambandsins og Bretlands.

Donald Tusk, forseti ráðherraráðs ESB, hefur að nokkru fallist á kröfur Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem ætlar að efna til kosninga um aðild Breta að ESB eftir að samningar hafa tekist.

Í dag ætla leiðtogar Póllands, Slóv­akíu, Tékklands og Ungverjalands að hittast í Prag til að ræða samninginn við Breta. Á fimmtudaginn hefst svo í Brussel leiðtogafundur ESB. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×