Erlent

Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam

atli ísleifsson skrifar
Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína.
Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína. Vísir/AFP
Ein kona til viðbótar hefur verið handtekin í Malasíu, grunuð um að hafa orðið Kim Jong-nam, eldri bróður leiðtoga Norður Kóreu, að bana á dögunum.

Önnur kona var þegar í haldi lögreglu en talið er að þær hafi sprautað eitri í vit hans þar sem hann var á flugvellinum í Kuala Lumpur að bíða þess að komast um borð í flugvél á leið til Macau.

Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Forsætisráðherra Malasíu hefur sagt að malasísk yfirvöld vilji nú flytja lík Kim til Norður-Kóreu.

Talið er líklegt að konurnar séu útsendarar Norður-Kóreustjórnar en Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína, sérstaklega eftir að faðir hans Kim Jong-il tók yngri hálfbróður hans framyfir hann þegar hann útnefndi eftirmann sinn á valdastóli.

Hann eyddi mestum tíma sínum í Macau, Singapore og á meginlandi Kína.


Tengdar fréttir

Sagði einhvern hafa spreyjað framan í sig

Fjölmiðlar í Suður-Kóreu fullyrða að tvær konur, sem taldar eru vera útsendarar frá Norður-Kóreu, hafi ráðist á Kim Jong Nam á flugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×