Innlent

Önnur árásin á barn á innan við mánuði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tvisvar hafa verið gerðar árásir á varnarlaus börn á innan við mánuði.
Tvisvar hafa verið gerðar árásir á varnarlaus börn á innan við mánuði. Mynd/ Getty.

Árásin á tíu ára stúlku á höfuðborgarsvæðinu í gær er önnur árásin á barn á höfuðborgarsvæðinu á innan við mánuði.

Síðdegis kjördag, eða þann 27 apríl síðastliðinn, var ráðist á níu ára stúlku þar sem hún var á gangi skammt frá Sundhöllinni í Hafnarfirði. Árásarmaðurinn, sem á við heilsubrest að stríða, skar í háls stúlkunnar. Hann fleygði svo hnífnum frá sér. Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður á viðeigandi stofnun.

Málsatvikin í gær voru aftur á móti þau að tíu ára stúlka var á heimleið úr skóla á þriðja tímanum eftir hádegi þegar ókunnugur maður tók hana með valdi og setti í aftursæti bifreiðar sem hann ók. Ekið var með stúlkuna á afvikinn stað í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, þar sem talið er að maðurinn hafi brotið gegn stúlkunni. Hann hafði uppi hótanir gegn henni.

Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna árásarinnar í gær. Þar segir að mál af slíku tagi séu afar fátíð. Mikilvægt sé að foreldrar ræði yfirvegað við börn sín um þessi mál og kenni þeim hvernig bregðast á við ef þau lenda í slíkum aðstæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×