Erlent

Ónæmiskerfið virkjað í baráttunni við krabbamein

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Hópur vísindamanna í Bandaríkjunum kynnti í vikunni einstakar niðurstöður nýrrar og mögulega byltingarkenndar krabbameinsmeðferðar þar sem sjálft ónæmiskerfið er virkjaðí baráttunni við krabbamein.

Vísindamenn hafa lengi rannsakað möguleikann á að hervæða sjálft ónæmiskerfiðí baráttunni við krabbamein. Tuttugu og níu einstaklingar með banvæna tegund hvítblæðis tóku á dögunum þátt í rannsókn vísindamanna í Seattle þar erfðabreytingatækni var beitt til að koma heilbrigðum frumum fyrir í svokölluðum T-frumum og þar með vopna ónæmiskerfiðí baráttunni við hvítblæðið. Af þeim tuttugu og níu sem tóku þátt sýndu tuttugu og sjö greinilega batamerki.

„Við búum nú yfir þeirri þekkingu sem þarf til stjórna ónæmiskerfinu. Og þegar við verðum enn betri í gera það þá sé ég fram á aðþessi tækni muni nýtast stórum og fjölbreyttum hópi sjúklinga,“ segir Waseem Qasim, prófessor við Great Ormond Street-spítalann.

Hin ársgamla Layla tók þátt í sambærilegri rannsókn í nóvember á síðasta ári. Henni var ekki hugað líf en hefur nú sigrast á hvítblæði. „Þetta var afar ógnvekjandi,“ segir Lisa Folley, móðir Leylu. „Við tókum ákvörðunina fyrir hana og það fór svo að það var besta ákvörðun sem hefðum mögulega geta tekið.“

Slíkar meðferðir eru þó afar hættulegar og eru sem stendur ekki ætlaðar öðrum en þeim sem ekki er hugað líf. „Gæta skal varúðar,“ segir Cat Carneyt, talskona bresku krabbameinssamtakanna. „Þetta var afar lítil rannsókn og meðferðir sem þessar virka sem stendur aðeins á afmarkaðan hóp krabbameinstegunda og hliðarverkanirnar geta verið verulegar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×