Viðskipti innlent

Ómar Benediktsson leitar eftir stuðningi til stjórnarsetu í Icelandair

Hörður Ægisson skrifar
Ómar Benediktsson, forstjóri Farice
Ómar Benediktsson, forstjóri Farice
Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, leitar nú samkvæmt heimildum Markaðarins stuðnings ýmissa hluthafa Icelandair Group til stjórnarsetu í flugfélaginu. Ný stjórn verður kjörin á aðalfundi félagsins 3. mars.

Ómar var aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi.

Ekki náðist í Ómar við vinnslu fréttarinnar.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×