Erlent

Omar Abdel-Rahman er látinn

atli ísleifsson skrifar
Omar Abdel-Rahman var oft kallaður Blindi sjeikinn.
Omar Abdel-Rahman var oft kallaður Blindi sjeikinn. Vísir/afp
Egypski sjeikinn Omar Abdel-Rahman, sem talinn er hafa verið höfuðpaurinn á bakvið sprengjuárás á World Trade Center í New York árið 1993, er látinn, 78 ára að aldri.

Sonur hans, Ammar, greinir frá þessu í samtali við Reuters.

Rahman var árið 1996 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að árásinni og afplánaði hann dóminn í fangelsi í Norður-Karólínu.

Árásin átti sér stað þann 26. febrúar 1993 þar sem sendiferðabíll var sprengdur í loft upp í bílageymslu nyrðri turnsins. Ætlunin var að sprengja nyrðri turninn þannig að sá myndi falla á þann syðri og þannig drepa þúsundir manna.

Það mistókst en sex manns fórust í árásinni og á annað þúsund særðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×