Körfubolti

Ólympíuleikarnir voru eins og meðferð fyrir mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Durant með Ólympíugullið sitt.
Durant með Ólympíugullið sitt. vísir/getty
Kevin Durant sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa farið á ÓL í Ríó með bandaríska körfuboltalandsliðinu.

Það hefur mikið gengið á hjá honum síðan hann ákvað að yfirgefa lið Oklahoma í NBA-deildinni og ganga í raðir Golden State Warriors.

Durant skoraði 30 stig í úrslitaleik ÓL er Bandaríkin skelltu Serbíu, 96-66.

„Þessir leikar voru eins og meðferð fyrir mig eftir að hafa tekið stóra ákvörðun í mínu lífi,“ sagði brosmildur Durant.

„Að koma hingað gerði líf mitt auðveldara því ég átti von á bakslagi. Hér voru allir á mínu bandi og höfðu ekki áhyggjur af neinu öðru en að vera vinir mínir. Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×