FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Ólsararnir eru kóngarnir í futsal á Íslandi | Myndband

 
Fótbolti
23:00 10. JANÚAR 2016
Ţorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliđi Víkinga, í viđtali viđ Frey Brynjarsson á Sporttv eftir leikinn.
Ţorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliđi Víkinga, í viđtali viđ Frey Brynjarsson á Sporttv eftir leikinn. MYND/SPORTTV

Víkingur frá Ólafsvík varði í dag Íslandsmeistaratitilinn sinn í futsal innanhússfótbolta, eftir 13-3 yfirburðarsigur á Leikni/KB í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni.

Kenan Turudija skoraði þrennu fyrir Víkinga í úrslitaleiknum og þeir Alfreð Már Hjaltalín, Þorsteinn Már Ragnarsson, Emir Dokara og Heimir Þór Ásgeirsson voru allir með tvö mörk hver. Kristinn Magnús Pétursson átti fjórar stoðsendingar og Þorsteinn Már Ragnarsson gaf 2 stoðsendingar.

Það er óhætt að segja að Víkingar úr Ólafsvík séu kóngarnir í futsal á Íslandi en liðið vann alla níu leiki sína á Íslandsmótinu í ár og markatalan var 68 mörk í plús, 83-15.

Ejub Purisevic var þarna að gera sína menn að futsal-meisturum í þriðja sinn á fjórum árum en liðið vann Leikni/KB 4-0 í úrslitaleiknum í fyrra og varð fyrst meistari eftir 5-2 sigur á Val í úrslitaleiknum 2013.

Sporttv sýndi frá leikjunum og hefur nú sett inn hjá sér myndband með öllum sextán mörkunum í úrslitaleiknum. Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan eða með því að smella hér.

Mörk Víkinga í úrslitaleiknum:
1-0 Kenan Turudija 8. mínúta
2-0 Kenan Turudija 9. mínúta (stoðsending Heimir Þór Ásgeirsson)
3-0 Alfreð Már Hjaltalín 11. mínúta (Kristinn Magnús Pétursson)
3-1 Pétur Örn Svansson  14. mínúta
4-1 Þorsteinn Már Ragnarsson 15. mínúta (Kristinn Magnús Pétursson)
4-2 Aron Daníelsson, víti 20. mínúta
5-2 Emir Dokara, 20. mínúta (Admir Kubat)
6-2 Emir Dokara, víti, 20. mínúta
- Hálfleikur -
7-2 Kenan Turudija 23. mínúta (Þorsteinn Már Ragnarsson)
8-2 Alfreð Már Hjaltalín 23. mínúta (Þorsteinn Már Ragnarsson)
9-2 Þorsteinn Már Ragnarsson 28.mínúta (Kristinn Magnús Pétursson)
10-2 Alfreð Már Hjaltalín 31. mínúta (Óttar Ásbjörnsson)
10-3 Pétur Örn Svansson 32. mínúta
11-3 Óttar Ásbjörnsson 33. mínúta
12-3 Heimir Þór Ásgeirsson 39. mínúta (Leó Örn Þrastarson)
13-3 Heimir Þór Ásgeirsson 39. mínúta (Kristinn Magnús Pétursson)


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Ólsararnir eru kóngarnir í futsal á Íslandi | Myndband
Fara efst