Innlent

Ólöglegur ábendingahnappur

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ábendingahnappur á vesíðu Tryggingastofnunar ríkissins samrýmdist ekki lögum.
Ábendingahnappur á vesíðu Tryggingastofnunar ríkissins samrýmdist ekki lögum. VÍSIR/PJETUR
Söfnun nafnlausra ábeninga fyrir tilstilli ábendingahnapps á vefsíðu Tryggingastofnunar ríkissins samrýmist ekki lögum samkvæmt úrskurði Persónuverndar frá 25. febrúar síðastliðnum.

Úrskurðurinn var kveðinn upp í máli einstaklings sem kvartaði til stofnunarinnar yfir hnappi á heimasíðu Tryggingastofnunar fyrir ábendingar um misferli.

Kvartandi benti á að fyrirkomulag ábendingahnappsins stæðist ekki lög á þeim grundvelli að Tryggingastofnun ríkissins gætti ekki að rétti kæranda samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Persónuvernd tók fram að samkvæmt lögunum ætti hinn skráði rétt á vitneskju um vinnslu persónuupplýsinga um sig og einnig rétt á því að vita hvaðan upplýsingarnar koma. Í ljósi þess að hægt var að senda inn ábendingar án þess að gefa upp nafn né netfang sendanda kæmi það í veg fyrir að hinn skráði gæti notið réttinda sinna. Því færi vinnsla Tryggingastofnunar í bága við lögin.

Tryggingastofnun ríkisins hefur nú orðið við úrskurðinum og tekið ábendingarhnappinn út af heimasíðu sinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×