Innlent

Ólöf Nordal hissa á skorti á kynjablöndun á EM

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það kom innanríkisráðherra fullkomlega á óvart að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir til Frakklands.
Það kom innanríkisráðherra fullkomlega á óvart að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir til Frakklands. Vísir/Vilhelm
Það kom Ólöfu Nordal innanríkisráðherra „fullkomlega á óvart“ að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi sem hefst innan tíðar. Hennar skilningur hafi verið sá að jafnt hafi verið leitað eftir körlum sem konum.

Þetta kom fram í máli Ólafar á Alþingi er hún svaraði fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar.

„Það var skilningur minn að verið væri að leita jafnt að körlum sem konum og ég held að það hafi verið hugsunin. Ég hafði ekki hugmyndaflug í það sjálf að niðurstaðan gæti orðið þessi þannig að það kom mér fullkomlega á óvart,“ sagði Ólöf á þingi í dag sem ætlar að koma skoðun sinni á framfæri við ríkislögreglustjóra.

Líkt og komið hefur fram mun ríkislögreglustjóri senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi. Eiga þeir að vera frönskum lögregluyfirvöldum innan handar.

Í hópnum eru eingöngu karlar. Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla til Frakklands en samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra gáfu lögreglukonur ekki kost á sér í verkefnið.

Embætti ríkislögreglustjóra segist ekki hafa fengið beiðni frá frönskum yfirvöldum um að átta manna hópur lögregluþjóna sem sendur yrði til Frakklands í sumar yrði kynjablandaður.


Tengdar fréttir

Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM

Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×