Tónlist

Ólöf kynnir Palme

Freyr Bjarnason skrifar
Ólöf Arnalds er að gefa út nýja plötu.
Ólöf Arnalds er að gefa út nýja plötu.
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds er þessa dagana að kynna sína fjórðu sólóplötu, Palme, sem kemur út í Bretlandi í dag á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Indian.

Platan hefur að geyma átta lög og var myndband við fyrsta smáskífulagið, Patience, frumsýnt á miðvikudag. Framundan hjá henni eru átta tónleikar á Bretlandseyjum, þar á meðal í London, Manchester, Liverpool og Glasgow.

Einnig spilar hún næsta miðvikudagskvöld, ásamt Emilíönu Torrini og John Grant, á árlegri menningarhátíð sem er haldin í Árósum í Danmörku. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir í tíu daga. Hún er á meðal þeirra stærstu í Skandinavíu en fyrsta hátíðin var haldin árið 1965.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×