Enski boltinn

Olnbogaskotið kostar Sissoko derby-leikinn á móti Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Moussa Sissoko og Harry Arter.
Moussa Sissoko og Harry Arter. Vísir/Getty
Moussa Sissoko verður ekki með Tottenham í næstu þremur leikjum en enska úrvalsdeildarfélagið gerir ekki athugasemdir við þriggja leikja bann leikmannsins.

Moussa Sissoko fær þetta bann fyrir að gefa Harry Arter hjá Bournemouth olnbogaskot í markalausu jafntefli Tottenham og Bournemouth um helgina.

Moussa Sissoko kom inná sem varamaður í leiknum og atvikið gerðist á 79. mínútu leiksins.

Dómarar leiksins misstu af atvikinu en Sissoko var kærður til aganefndar enska sambandsins eftir að brot hans sást greinilega á myndbandsupptökum.

Craig Pawson, dómari leiksins, virtist hafa góða sjónlínu á það þegar Moussa Sissoko gaf Arter olnbogaskotið við hliðarlínuna og fór hann til aðstoðardómara síns eftir atvikið.

Pawson komst hinsvegar að því að Moussa Sissoko hafi ekki gert neitt rangt. Sissoko fékk því að klára leikinn en verður ekki með í leikjum á móti Liverpool í deildabikarnum annað kvöld eða í deildarleikjunum á móti Englandsmeisturum og nágrönnunum í Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×