Innlent

Öllum búnaði fyrir námið stolið

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Taskan sem tekin var innihélt tæki fyrir 80 þúsund krónur.
Taskan sem tekin var innihélt tæki fyrir 80 þúsund krónur. Mynd/Una Margrét
„Það er alveg ömurlegt að lenda í svona og þetta eru tæki sem eru um 80 þúsund króna virði,“ segir Una Margrét Árnadóttir en brotist var inn í bíl hennar aðfaranótt laugardags. Una er nemi í hárgreiðslu og var taska með öllum tækjum hennar tekin úr bílnum. „Þetta er mjög erfitt þar sem ég er í prófum í hverri viku núna. Ég fer í eitt á morgun og annað á föstudaginn og þarf því að fá lánuð tæki út önnina,“ segir Una.

Hún segir líklegt að innbrotið hafi verið planað. „Það var ekkert grjót inni í bílnum. Þjófarnir hafa eflaust verið með kylfu eða slíkt og gert þetta í miklum flýti. Það var rótað í hanskahólfinu en ekkert tekið úr aftursætinu,“ segir Una.

„Lögreglan sagði okkur að hafa samband við nágranna og athuga hvort þeir hefðu orðið varir við eitthvað en enginn heyrði neitt,“segir Una. Hún hefur ekki fengið neinar upplýsingar um málið en segir að lögreglan vonist til að get tengt þetta við önnur mál. 

Það var brotist inn í bílinn hennar Unu Margrétar ( Una Margrét Árnadóttir ) í nótt v/Hjallabrautina - svartri tösku m h...

Posted by Árni Guðmundsson on Saturday, April 18, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×