Viðskipti innlent

Öllum á að finnast það skrýtið

Sæunn Gísladóttir skrifar
Panelumræða fór fram á fundinum þar sem rætt var um ýmsar hliðar á jafnréttisumræðunni.
Panelumræða fór fram á fundinum þar sem rætt var um ýmsar hliðar á jafnréttisumræðunni. Vísir/Sæunn Gísladóttir
„Öllum á að finnast það skrýtið að séu bara karlar í framkvæmdastjórnum,” sagði Hallbjörn Karlsson fjárfestir á opnum fundi hjá Íslandsbanka og Ungum athafnakonum í dag.  Yfirskrift fundarins var Ljónin í veginum og þær hindranir sem verða á vegi ungra kvenna í atvinnulífinu. Hallbjörn tók sem dæmi að í framkvæmdastjórn Marels sitji 11 karlar og ein kona:

„Það á bara öllum að finnast það undarlegt.” sagði Hallbjörn við lófaklapp fundargesta. Hann sagði slík fyrirtæki þurfa að endurskoða fjölbreytileika sinn til að vera eftirsóknarverðir vinnustaðir og einnig huga að ímynd sinni gagnvart viðskiptavinum sínum og hluthöfum.

Um 600 manns mættu á fundinn sem haldinn var á Hilton Nordica í dag. Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs, flutti erindi og í kjölfarið tóku við umræður en aðrir þátttakendur í þeim voru Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Símanum. Fundarstjóri var Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.

Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.

Ljónin í veginum - Opinn fundur með ungum athafnakonum from Íslandsbanki on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×