Viðskipti innlent

Öllum 26 starfsmönnum Þórsbergs á Tálknafirði sagt upp

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrirtækið var stofnað árið 1975 og er stærsti atvinnuveitandinn í Tálknafirði.
Fyrirtækið var stofnað árið 1975 og er stærsti atvinnuveitandinn í Tálknafirði. Vísir/egill
Öllum starfsmönnum sjávarútvegsfyrirtækisins Þórsbergs á Tálknafirði hefur því verið sagt upp. Guðjón Indriðason, framkvæmdastjóri Þórsbergs, segir í samtali við Vísi að um 26 starfsmenn sé að ræða.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákveðið hafi verið að fresta því að hefja starfsemi eftir sumarleyfi meðan kannaðir verði möguleikar til áframhaldandi rekstrar og endurskipulagningar á starfseminni. „Öllum starfsmönnum hefur því verið sagt upp með samningsbundnum fyrirvara.“

Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin vegna versnandi rekstrarumhverfis útgerðar og bolfiskvinnslu. „Á undanförnum misserum hefur fyrirtækið farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, aukningu hlutafjár frá eigendum, frekari kaup á aflaheimildum og samstarf um sérstakan byggðakvóta, í þeim tilgangi að styrkja reksturinn. Rekstrareiningin er ekki nægjanlega stór til þess að laða fram nauðsynlega hagkvæmni í rekstrinum.

Fyrirtækið var stofnað árið 1975 og er stærsti atvinnuveitandinn í Tálknafirði. Það hefur undanfarin ár gert út línubátinn Kóp BA-175 og haldið úti vinnslu á ferskum, frystum og söltuðum fiskafurðum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×