Innlent

Öllu innanlandsflugi aflýst

Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi vegna veðurs.
Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi vegna veðurs. vísir/ernir
Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi vegna veðurs. Flugfélagið Ernir hefur aflýst bróðurparti flugferða í dag en ferðir sem farnar verða síðdegis eru á áætlun. Þá er millilandaflug allt á áætlun en eitthvað virðist hafa verið um seinkanir í dag.

Stormur er á landinu öllu og búist er við talsverðri eða mikilli rigningu sunnan- og vestanlands fram eftir degi og suðvestan hvassviðri eða stormi og éljagangi.

Gert er ráð fyrir að það stytti að mest upp austantil á landinu síðdegis. Þá lægir smám saman í nótt og á morgun en dálítil slydda eða snjókoma vestantil, og rigning suðvestantil annað kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×