ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 08:00

Tevez vill ekki fara til Chelsea

SPORT

Öll Íslendingaliđin úr leik í bikarnum

 
Enski boltinn
19:45 10. JANÚAR 2016
Mangan fagnar marki sínu.
Mangan fagnar marki sínu. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Öll Íslendingarliðin sem voru í eldlínunni um helgina í enska bikarnum duttu úr leik. Það síðasta til að detta úr leik var Cardiff í kvöld, en þeir töpuðu 0-1 gegn Shrewsbury Town.

Eina mark leiksins kom á 62. mínútu, en markið gerði Andrew Mangan. Heimamenn í Cardiff gerðu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og lokatölur 0-1 útisigur C-deildarliðsins Shrewsbury.

Því duttu öll Íslendingaliðin úr leik, en Cardiff tapaði fyrir Colchester 2-1, Swansea tapaði fyrir Oxford 3-2, en fyrir var Fleetwood Town dottið úr leik.

Aron Einar Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekk Cardiff. C-deildarlið Shrewsbury er því komið í 32-liða úrslitin, en mörg stórlið verða þar í pottinum og fróðlegt að sjá hvað lið Shrewsbury fær.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Öll Íslendingaliđin úr leik í bikarnum
Fara efst