Fótbolti

Öll hin liðin í riðli Real Madrid enduðu með neikvæða markatölu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Gareth Bale.
Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Vísir/Getty
Real Madrid vann yfirburðarsigur í B-riðli Meistaradeildarinnar en Evrópumeistararnir unnu alla sex leiki sína og enduðu ellefu stigum á undan næsta liði.

Real Madrid var með 18 stig og markatöluna 16-2 (+14) í leikjunum sex en svissneska liðið Basel náði í sjö stig og fer með spænska liðinu í sextán liða úrslitin.

Á meðan Real Madrid liðið var fjórtán mörk í plús þá voru öll hin þrjú liðin í riðlinum með neikvæða markatölu.

Basel var með -1 í markatölu (7-8), Liverpool var í þriðja sætinu með -4 í markatölu (5-9) og búlgarska liðið Ludogorets Razgrad rak lestina í riðlinum með -9 í markatölu (5-14).

Real Madrid vann Basel-leikina með +5 (6-1), Liverpool-leikina með +4 (4-0) og Ludogorets-leikina með +5 (6-1).

Lokastaðan í B-riðlinum.Mynd/Af uefa.com



Fleiri fréttir

Sjá meira


×