Erlent

Óljóst hvort samningar náist fyrir gefinn frest

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ný samningalota hófst í Vínarborg í dag. Abbas Araghch er þriðji í röðinni.
Ný samningalota hófst í Vínarborg í dag. Abbas Araghch er þriðji í röðinni. vísir/epa
Talið er hugsanlegt að ekki takist að klára samningaviðræður um kjarnorkuáætlun Írans áður en frestur til þess rennur út 30. júní. Abbas Araghchi, einn samningamanna Írana, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að líklegt sé að viðræðurnar muni ílengjast. Gefinn frestur sé ekki bindandi.

Deiluaðilar, stórveldin sex og Íran, settust að samningaborðinu í Vín í gær. Þeim hefur áður verið gefinn frestur til samninga, en það var hinn 31. mars, þá eftir átján mánaða samningalotu. Rammasamkomulag náðist loks í apríl en það felur í sér að Íranar dragi verulega úr kjarnorkuáætlun sinni og takmarki auðgun úrans og annarra geislavirkra efna, sem mögulega væri hægt að nota í kjarnorkuvopn. Í staðinn verði dregið verulega úr alþjóðlegum viðskiptaþvingunum og bönnum gegn Íran, sem leikið hafa efnahag landsins grátt árum saman.


Tengdar fréttir

Obama kallar eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins

Barack Obama gefur lítið fyrir gagnrýni repúblikana og segir nýjan rammasamning góðan. Líta eigi á hann sem sögulegt tækifæri til þess að stöðva hugsanlega útbreiðslu kjarnorkuvopna í Íran.

Obama undir miklum þrýstingi

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að erfitt hafi reynst að sannfæra fólk um ágæti nýs rammasamnings um kjarnorkuáætlun Írans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×