Viðskipti erlent

Olíverð hefur hækkað um 25%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Olíverð var það lægsta í sex og hálft ár fyrir viku síðan.
Olíverð var það lægsta í sex og hálft ár fyrir viku síðan. Vísir/Getty Images
Olíverð hefur að jafnaði hækkað um 25% frá fimmtudeginum í siðustu viku. Á mánudaginn hækkaði Nymex October West Texas Intermediate vísitalan, sem mælir olíverð í Bandaríkjunum um 3,98 dollara eða 8,8%. ICE October Brent, alþjóðleg vísitala um olíverð sem skráð er í London hækkaði um 8,2% eða um 4,1 dollara. Fyrir viku hafði olíverð lækkað töluvert og mældist það lægsta í sex og hálft ár.

Enn er óljóst hvað hefur valdið hækkuninni. Í grein Financial Times um málið segir að sérfræðingar hjá Citigroup telji að hækkunin sé ekki komin til að vera og sé tilkomin vegna mistaka við lestur gagna. Þar er einnig gefið í skyn að hækkunin sé vegna viðbragða fjárfesta við fréttum frá Opec um aðgerðir til að sporna við lækkun olíverðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×