Lífið

Oliver um Superbowl: „Í flestum öðrum íþróttum er leikurinn sjálfur aðalmálið“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Oliver og Myers ræða saman.
Oliver og Myers ræða saman.
„Í flestum öðrum íþróttum er leikurinn sjálfur aðalmálið en þannig er það ekki með Ofurskálina,“ sagði breski grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver í þættinum Late Night with Seth Meyers. Oliver stýrir sjálfur þættinum Last Week Tonight á HBO, sem Stöð 2 sýnir, en var þarna gestur Meyers.

„Það er orðin lágmarkskrafa í kringum leikinn að það sé boðið upp á herþotur og Lady Gaga. Leikurinn sjálfur var leiðinlegur, þetta var ekki skemmtilegur fótbolti, en það skiptir ekki máli því Beyonce bjargaði deginum,“ bætti hann við.

Breska sveitin Coldplay sá um hálfleikssýninguna en þeim innan handar voru Bruno Mars og Beyonce. Að mati Oliver þá var settið þeirra frekar sársaukafullt. „Ó nei, þeir eru að draga fram blóm. Það er algerlega andstaðan við það sem þessi íþrótt snýst um. Hún snýst um menn sem vilja berja hausunum sínum saman þar til að þeir geta ekkert munað þegar þeir eru orðnir sextugir. Skilaboð þín um ást, Martin, eiga ekki heima hér.“

„Í Bretlandi þá horfum við á íþróttina og svo ertu annað hvort glaður með úrslitin eða ekki. Þú býður ekki Rolling Stones á viðburðinn til að breyta þessu í einhverja sýningu. Þegar maður horfir á úrslitaleik heimsmeistaramótsins þá segirðu aldrei, „ég man ekkert hverjir voru að keppa en hey, Jay-Z var þarna,““ sagði Oliver.

Spjall Oliver og Myers má sjá hér fyrir neðan.

NFL

Tengdar fréttir

Fimmtugasti Super Bowl á 30 sekúndum | Myndband

Denver Broncos tryggði sér NFL-titilinn á sunnudaginn eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í Super Bowl en þetta var í fimmtugasta sinn sem sigurvegarar Þjóðardeildarinnar og sigurvegar Ameríkudeildarinnar mætast í sérstökum úrslitaleik í ameríska fótboltanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×