Erlent

Olíuverð lækkar á ný

Sæunn Gísladóttir skrifar
Brent-hráolía hefur lækkað um fimm prósent fyrstu daga mánaðarins.
Brent-hráolía hefur lækkað um fimm prósent fyrstu daga mánaðarins.
Hrávöruverð á olíu hóf að lækka á ný frá og með föstudeginum síðasta. Í gær hafði verð á Brent-hráolíu lækkað um fimm prósent frá því í byrjun mánaðarins, eftir að hafa náð hæstum hæðum ársins, 48,13 dollurum á tunnu, á fimmtudag í síðustu viku.

Allir helstu hagsmunaaðilar í olíuframleiðslu funduðu 18. apríl síðastliðinn, og ræddu meðal annars möguleika á að setja framleiðsluþak á olíu. Ekki náðist sátt um þá leið á fundinum. Eftir fundinn hækkaði hins vegar olíuverð. Að baki þróuninni síðastliðna daga er talið að séu áhyggjur yfir offramboði olíu.

Sögusagnir af aukinni framleiðslu í bæði Írak og Íran eru meðal þess sem hefur ýtt undir lækkunina.

Á mánudag greindi fréttastofa Reuters frá því að tölur bentu til þess að OPEC-ríkin framleiddu 170 þúsund fleiri tunnur af hráolíu á dag en þau gerðu fyrir mánuði, eða 32,6 milljónir tunna á dag.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4.maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×